Nánar

Álagsprófun á jarðhitakerfi Þeistareykja

October 13, 2014

Þriðjudaginn 14. október hefst álagsprófun á jarðhitakerfinu á Þeistareykjum. Prófunin felst í því að allar vinnsluholur á svæðinu eru látnar blása, þ.e. eru opnaðar og jarðhitavatni og gufu er hleypt í hljóðdeyfa sem standa við holurnar. Megin tilgangurinn með prófuninni er að staðfesta áætlanir um afkastagetu þeirra borholna sem búið er að bora.

Með prófuninni er líkt eftir orkuvinnslu fyrirhugaðrar virkjunar, skoðuð þau áhrif sem hún kann að hafa á jarðhitakerfið og metin þörf á frekari borunum næstu ár. Auk þess verður tækifærið nýtt til þess að  mæla áhrif álagsprófana á hljóðstig við Þeistareyki.  Vel er fylgst með styrk brennisteinsvetnis í lofti og eru upplýsingar úr mælitækjum í Kelduhverfi, Reykjahlíð og Vogum birtar á vef Umhverfisstofnunar: www.loftgæði.is

Vegfarendur á svæðinu eru hvattir til að gæta fyllstu varúðar í námunda við hljóðdeyfa þar sem vatn sem streymir frá þeim er mjög heitt.

Ábendingum má koma á framfæri við Landsvirkjun í sima 515-9000 eða á netfangið landsvirkjun@landsvirkjun.is. Nánari upplýsingar um fyrirhugaða virkjun má nálgast á heimasíðu Landsvirkjunar.

News archive Print page

Fréttasafn

Fréttir