Nánar

Fréttabréf um uppbyggingu Þeistareykjavirkjunar

April 4, 2016

Út er komið fyrsta fréttabréf Landsvirkjunar um uppbyggingu Þeistareykjavirkjunar. Markmið fréttabréfsins er að upplýsa íbúa svæðisins og aðra hagsmunaaðila um framgang við uppbygginu jarðvarmastöðvarinnar.

Landsvirkjun leggur mikla áherslu á samskipti og upplýsingagjöf í starfsemi sinni og framkvæmdum. Frá því að framkvæmdir við Þeistareykjavirkjun hófust hefur fyrirtækið lagt mikla áherslu á markvissa upplýsingagjöf um verkefnið með ýmsum leiðum. Má þar nefna fundi, útgáfu frétta og tilkynninga ásamt sérstöku vefsvæði verkefnisins.

Fréttabréfið má kynna sér hér: Jarðvarmastöð á Þeistareykjum

News archive Print page

Fréttasafn

Fréttir