Nánar

Niðurrennslisholu á Þeistareykjum lokað

January 12, 2015

Niðurrennslisholu á vinnusvæði Þeistareykja, sem gaus upp háum gufustrók þann 18. desember, síðastliðinn hefur nú verið lokað. Um er að ræða niðurrennslisholu sem lokið var við að bora í október og hugsuð er fyrir losun á jarðhitavökva frá fyrirhugaðri jarðvarmavirkjun á Þeistareykjum.

Ástæða gufustróksins var að eftir borun hitnaði vatn sem stóð í holunni. Á ákveðnum tímapunkti, um 18. desember, virðist vatnið hafa náð suðupunkti og þrýstist þar með upp úr henni í holunni og myndaði vatns- og gufustrók sem stóð tugi metra upp í loftið.

Ráðist var í að reyna að kæla holuna aftur með því að dæla köldu vatni í nærliggjandi holu en hálfs mánaðar dæling hafði engin áhrif. Í síðustu viku var því ákveðið að setja loka á holuna. Helstu sérfræðingar fyrirtækisins í gufuveiturekstri nýttu kranabíl úr Kröflu til starfans og tókst með góðri samvinnu að loka holunni og er nú gufustrókurinn úr sögunni.

News archive Print page

Fréttasafn

Fréttir