Nánar

Nýtt fréttabréf um gang framkvæmda að Þeistareykjum

March 28, 2017

Út er komið fréttabréf um uppbyggingu á Þeistareykjum, annað árið í röð. Tilgangur fréttabréfsins er að upplýsa íbúa í nágrenni virkjunarinnar og aðra áhugasama um gang framkvæmda, en frá upphafi hefur verið lögð mikil áhersla á markvissa upplýsingagjöf um verkefnið.

Framkvæmdir við Þeistareykjavirkjun hafa nú staðið yfir í tvö ár og er unnið að því að reisa virkjun í tveimur 45 MW áföngum. Þeistareykjavirkjun verður byggð upp með hagkvæmni að leiðarljósi og í sátt við samfélag og náttúru. Áætlað er að rekstur fyrsta áfanga virkjunarinnar hefjist í lok árs 2017 og að annar áfangi verði gangsettur fyrri hluta árs 2018.

Með beinum samskiptum við nágranna okkar leitumst við eftir skoðanaskiptum og upplýsingamiðlun um verkefnið og fáum um leið mynd af þeim væntingum sem íbúar hafa til okkar sem framkvæmda- og rekstraraðila á væntanlegri virkjun. Von okkar er að með útgáfu fréttabréfs nái upplýsingar til fleiri aðila en ella og þær vekji áhuga lesenda á verkefninu og þeim áhrifum sem það hefur á samfélagið.

Hér má nálgast fréttabréfið á tölvutæku formi.

News archive Print page

Fréttasafn

Fréttir