Nánar

Opnir fundir vegna byggingar Þeistareykjavirkjunar

April 5, 2017

Landsvirkjun hélt opinn íbúafund í Ýdölum í Aðaladal fimmtudagskvöldið 30. mars. Á fundinum var farið yfir stöðu mála við byggingu Þeistareykjavirkjunar og hvernig rekstri virkjunar verður háttað.

Þá var Landsvirkjun þátttakandi á opnum íbúafundi um uppbyggingu á Bakka sem haldinn var á Fosshótel Húsavík, miðvikudaginn 29. mars. Á fundinum var farið yfir stöðu framvæmda sem tengjast uppbyggingunni á Bakka. Á fundinum voru fulltrúar frá Norðurþingi, Vegagerð ríkisins, Landsvirkjun, Landsneti og PCC BakkiSilicon.

Framkvæmdir við byggingu Þeistareykjavirkjunar ganga vel en miðað er við að fyrri aflvélin verði tekin í rekstur 1. desember 2017 og seinni vélin í apríl 2018. Mikil áhersla hefur verið lögð á góða upplýsingagjöf um verkefnið og eru fundir sem þessir mikilvægir til að þau markmið náist.

Meðfylgjandi myndir frá fundinum á Húsavík tók Gaukur Hjartarson.

News archive Print page

Fréttasafn

Fréttir