Nánar

Um 300 manns sóttu Þeistareyki heim á opnu húsi

July 7, 2017

Fjölmenni var á opnu húsi á Þeistareykjum sunnudaginn 2. júlí. Starfsfólk Landsvirkjunar kynnti framkvæmdina og bauð upp á skoðunarferðir um svæðið. Að lokum var gestum boðið upp á kaffiveitingar. Landsvirkjun þakkar góðar viðtökur gesta.

Mikil áhersla hefur verið lögð á samskipti við nærsamfélag Þeistareykjavirkjunar og hafa verið haldnir fjölmargir fundir til að auka samráð og upplýsingagjöf. Einnig hafa verið gefin út fréttablöð, kynningarbæklingar og myndbönd um framkvæmdina.

Landsvirkjun hefur unnið að undirbúningi jarðvarmavirkjunar á Þeistareykjum um árabil. Framkvæmdir hófust í maí 2015 og verður 90 MW jarðvarmastöð reist í tveimur áföngum. Stefnt er að því að fyrri vélin verði komin í rekstur í desember 2017. 

Hægt er að kynna sér stutt myndband um opna húsið hér að neðan. 

 

News archive Print page

Fréttasafn

Fréttir