Nánar

Vegaframkvæmdir á Þeistareykjum

July 18, 2013

Landsvirkjun vinnur í sumar að undirbúningsframkvæmdum í tengslum við mögulega byggingu Þeistareykjavirkjunar. Framkvæmdir eru hluti af undirbúningi fyrir byggingu jarðvarmavirkjana á Norð-Austurlandi.

Síðastliðin tvö sumur hafa staðið yfir  vegaframkvæmdir við Þeistareykjaveg nyrðri, sem liggur frá Höfuðreiðarmúla að væntanlegri virkjunarlóð á Þeistareykjum. Samhliða vegaframkvæmdum hefur Landsvirkjun, ásamt Landsneti, unnið að rafvæðingu væntanlegs virkjunarsvæðis og lýkur þeim framkvæmdum nú í sumar.

Þá hafa verið boðnar út framkvæmdir við endurbætur á Reykjaheiðarvegi, frá Húsavík að Höfuðreiðarmúla. Verkið var boðið út í tveimur áföngum og hefur nú verið gengið frá samningum um þá. Verktakar við fyrsta áfanga framkvæmdar, frá Húsavík að Höskuldsvatni, eru Ístrukkur ehf. og Jón Ingi Hinriksson ehf. Verktaki við annan áfanga vegarins, þ.e. frá Höskuldsvatni að Höfuðreiðarmúla, er Höfðavélar ehf. Verklok vegna beggja áfanga eru áætluð 31. október 2013.

News archive Print page

Fréttasafn

Fréttir